Um Vektor

Alhliða teikniþjónusta og ráðgjöf

V E K T O R – hönnun & ráðgjöf – er alhliða teiknistofa sem sér bæði um arkitektateikningar (aðal- og séruppdrætti) og verkfræðiteikningar (burðarþol og lagnir). Auk þess tökum við að okkur öll samskipti við byggingaryfirvöld, svo sem að afla tilskilinna leyfa. Viðskipavinir okkar njóta því þess hagræðis sem hlýst af því að skipta aðeins við einn aðila.

Vektor hefur starfað síðan 1996 og hefur á að skipa frábæru starfsfólki. Flestir hönnuðir stofunnar hafa einnig iðnmenntun, sem við teljum afar mikilvægt.

Við höfum annast fjölda verkefna víðs vegar um landið, má þar nefna fjölbreytt íbúðarhúsnæði af ýmsum gerðum, einbýli jafnt sem fjölbýli, leikskóla, verslunarhúsnæði, atvinnuhúsnæði og ýmsar opinberar byggingar.