Hönnun húsa og ráðgjöf

Hönnun bygginga og heildarráðgjöf

Sú staðreynd að við hjá teiknistofunni VEKTOR erum bæði arkitektar og tæknifræðingar þýðir að við getum leyst verkefnin með heildarlausn í huga. Við höldum utan um verkefnið frá byrjun, öflum tilskyldra leyfa og tryggjum að umsamin hönnunaráætlun standist.

Þegar frumhönnun aðalhönnuðar/arkitekts er vel á veg komin, hefst burðarþolshönnuður handa við að greina helstu vindálög og burðarstærðir viðkomandi byggingarhluta. Ef svo ber undir, þá grípur lagnahönnuður einnig inn í á þessu stigi til að forða hugsanlegum árekstrum síðar í hönnunarferlinu.  Með þessu móti vinna mismunandi hönnuðir saman að hagkvæmri lausn og rýna verk hvers annars á hönnunartímanum.

Föst verðtilboð

Við gerum föst verðtilboð fyrir langflestar gerðir viðbygginga eða þegar um nýja útlitshönnun er að ræða.

Alhliða þjónusta
  • Hönnun hús og ráðgjöf.
  • Eignaskiptayfirlýsingar
  • Sjáum um allt ferlið frá upphafi til enda.
  • Sækjum um öll tilskilin leyfi.