VEKTOR - hönnun og ráðgjöf er alhliða teiknistofa er sér bæði um arkitekta- og verkfræðiteikningar. Auk þess tökum við að okkur öll samskipti við byggingaryfirvöld, svo sem að afla allra tilskilinna leyfa. Viðskipavinir okkar geta því notið þess hagræðis að skipta aðeins við einn aðila.
Reynsla og hugmyndabrunnur hönnuðarins er það sem tryggir þér fallegt og notadrjúgt hús þar sem herbergjaskipan, útlit og efnisval passa saman í eina heild sem hæfir þínum kröfum.
Punktaðu niður t.d. hve stórt húsið eða bílskúrinn þarf að vera, hve mörg herbergi, hve stórt eldhús og hvernig útlit þér finnst fallegast.
Hér á VEKTOR sjáum við um að útfylla alla pappíra varðandi fjölritun teikninga, byggingarleyfisumsókn og að koma teikningunum fyrir byggingarnefnd.
Öll hönnun á að vera heillandi og skapandi. Hugmyndir okkar verða að koma til móts við notagildið, gleðja augað og uppfylla væntingar.Í vinnuteymi okkar er hagkvæmni alltaf höfð að leiðarljósi, rökvísi, sem og gott jafnvægi.Við tökum okkur ekki hátíðlega og njótum þess að eiga uppbyggilegt og krefjandi samstarf við viðskiptavininn.
Vektor hefur starfað síðan 1996 og hefur á að skipa reyndum og hæfileikríkum starfsmönnum. Flestir hönnuðir stofunnar hafa iðnmenntun að bakgrunni, sem við teljum mjög mikilvægt með tilliti til gæða stofunnar. Við höfum annast fjölda verkefna um land allt, má þar nefna fjölbreytt íbúðarhúsnæði af ýmsum gerðum, einbýli jafnt sem fjölbýli, leikskóla, verslunarhúsnæði, atvinnuhúsnæði og ýmsar opinberar byggingar.
Þú getur skoðað myndir af verkefnum okkar á verkefnasíðunni.
Einbýli | Raðhús/Parhús | Fjölbýli | Atvinnuhúsnæði